Aðeins um lögin og textana .

Fyrsta lagið Náðin er texti eftir Bólu Hjálmar í dýrt kveðnum hætti, sungið í 5undarsöng af mér og Hrólfi. Tengdapabbi Benni Frank kenndi okkur þetta.

Skelin/Hide away er útlegging út frá orðtakinu maður er manns gaman ,líka konu gaman.

Vín/Drinks   er um það að sleppa úr viðjum hversdagsleikans á vit leiksins .Algleymskan og veruleikinn. Innlegg í umræðu um alkahólpólitík?   Óður til drykkju og edrúmennsku.

Once up on a time er rokkríma um langvinnt samband---þú sérð ekki það, sem þú veist ekki. You don´t see what you don´t know.Fyrr en kannske um seinan.

Round Midnight er gamall jazzstandard eftir Theolonius Monk ,með lúnkinn texta eftir Cootie Williams um hverfugleikann í vandamálum elskenda.

Ástin/Love er texti eftir skáldið Dag Sigurðarson, með þessum groddalega húmör, sem við sungum í Þremli.Og er jazz  í trad. New Orleans stíl.

I find myself er blúsinn um hvernig maður finnur sjálfan sig í samskiptum sínum við aðra í   augnablikunum og nálægðinni. A la Rolling Stones ´64.

Hringurinn/The Circle er um eilífðarhringrásina   í lífinu,náttúrunni og alheimi og þann þunga undirtón, sem drynur þar undir.Og stærðfræðina í kerfunum.

Leikir/Play fjalla um sex, þeas.mökun, hold og   fullnægingu og endursköpun.

Tóta/Sheila er stúlkan og konan frá vöggu til grafar í bossa nova takti. Þú fósturlandsins freyja.

Vegurinn/The Way er um leiðina að takmarkinu, dauðanum. En á leiðinni þangað verður maður margs vísari og mætir mörgu. Til minningar um konu mína.

Vegurinn er lífið.

Endir er akúsík á gítar   og er eiginlega forleikur að lögunum 11.

 

Lögin eru tekin upp í Memoriamusic í Åmål í Svíþjóð   vorið 2005.

Kompbandið Torbjör,Fredrik,Roger og Jonathan eru til í að koma   til Íslands og halda dúndrandi tónleika fljótlega. En þá munum við fimmtugir kallarrni  rokka.

En að sjálfsögðu þurfa lögin að heyrast í útvarpi, svo eftir þeim sé tekið. Allir eru því hvattir til að óska eftir spilun á sínu uppáhaldslagi í útvarpi.

Nokkur laganna má hlaða niður frítt oghlusta á. Textar fylgja með, svo tökum lagið

Með kærri kveðju

shar   (Sæmundur Haraldsson)