Ástin

Ástin er allt sem ég á
Nema,nema
Allt, sem ég á fyrir utan
Allt, sem ég á fyrir innan
Ástin er allt , sem ég á
Nema bót fyrir rassinn

Ástin er allt , sem ég á
Nema fjaran og fjallið
Ónýtir skósólar, garnagaul, sólskin og slydda
Allt, sem ég á fyrir utan
Ónandívan krýli, sem þarf að stafla á
Ástinni að innan.

Ástin er allt, sem ég á
Nema bót fyrir rassinn
Bleðill á punginn og gæra um brjóstið allt
Allt, sem ég fyrir utan
Ástin er allt, sem ég á
Nema bót fyrir rassinn

 


HRINGURINN
 
 
Lítið vort líf
Loftkennt áfram líður í draumi
Og efnið í ómælisvíddum flýtur í straumi
Það fæðist, lifir og deyr í eilífum flaumi
Lítið vort líf
 
Í vorinu bjarta
Lífið af vissunnar stolti kviknar
Á tærum sumarmorgni rós á runna viknar
Kaldan vetrardag lífið í myrkrinu kiknar
En aftur að vori kviknar
 
Frá upphafi leiðin er löng
Enn lengra er til hins hinsta endis
Og vegurinn hring eftir hring sig vendir
Frá einum stað í annan stað lendir
Á því, er enginn endir.

 

Leikir

Ég fyrir mig
Með bros í efasemdaraugum
Tek á rás í biljón taugum

Ég anda inn
Ilminum af holdi þínu
Þrýstu þér fast að holdi mínu


Komdu með mér, vertu ekki smeyk
Komdu með mér, bregðum á leik
Og svífum, svífum seglum þöndum
Komdu í leik og svífum
Skreppum úr skrokk og blífum

Augnabliksbönd
Tengja lífþráð þinn við minn
Sértu hólpinn vinurinn

 

NÁÐIN

Náðar kljáðu þáðan þráð
Þjáðum ljáðu dáð ómáð
Fjáð heilráðin fáðu að gáð
Fláðu af háðið smáða í bráð

 

VÍN

Nú gefst ég upp, á drykkjunni
Aðeins seyra og sút
Sting tappa í stút
Saman skríð
Uns að nýju heilsu næ.

Geng heill til skógar
Á þeim buxunum
Að verða úr verki vel
Hvunndafsiðjan, svo heillandi
Fegurðin allt um kring


Kannske á morgun
Kíki í glas
Kneyfa ölið, kætist fas
Glatt er á hjalla
Líf í tuskunum
Vínið freyðir – þína skál


Föðmumst heitt í alla nótt
Vertu ávaalt hér
Nú er allt eins og vera ber
Og leikreglurnar
Virðum vér
Verkin vel úr garði gerð.

 

SKELIN

Ég bý mér skel
Um hugarþel
Fel mig á bak við harðan skjöld

Smeygist svo út
Minnist við stút
Brýt mér leið og fell í stafi


Hlátur og grát við eigum saman
Maður er kvenna, kvenna er manns
Maður er manns gaman


Veltist um kút
Innhverfan út
Brjóstins seyru og sút
Helli í mannhafið

Samhljómun senn
Við aðra menn
Ómstríð og blíð Sali fyllir.

 

TÓTA


Tóta litla töltir umæsku sinnar ár
Fléttur flaxa um vanga, skjaldan falla tár

Tóta vex og dafnar(blómstrar)
Kroppur undan sál
Ljúfa drauma dreymir
Um prinsa og prjál

Ástleitin ung kona
Egnir þarfir manns
Daðrandi hana dreymir
Um fðmlögin hans.

Tóta töltir áfram
Ber sitt höfuð hátt
Huguð býður birginn
Boðunum dátt

Sjáiði hana Tótu
Lesa blómin smá
Alltaf geturðu séð hana
Viljirðu gá

Einstæð börnin teymir
Tvö á eftir sér
Stóra drauma dreymir
Drýgja tekjur fer
Móðir, kona, meyja
Ástkona og drós
Lífsins gleði og sorgir
Svipmót skóp

Sjáiði hana Tótu
Bros á brún og brá
Alltaf geturðu séð hana
Kysstu hana þá

Sjáiði hana Tótu, brosa stillt og millt
Konuna við hliðina á þér
Elskaðu hana í nótt.

Tóta er gömul kona
Bros hennar svo blítt
Milli taps og vona
Viskan fer stillt.