HUGARÞEL- MINDING / SHAR

 

Ég hef lengi alið með mér draum um að gefa út plötu. Hef spilað músík af öllum gerðum síðan ég var 10 ára og hlustað á músík enn lengur eða frá 1957 í Hafnarfirði, þegar maður sat 7 ára bergnuminn við plötuspilarann og heyrði Elvis fyrst og Harry Belafonte, Fats Domino og Frank Sinatra. Mér hugnaðist líka klassisk músík litlu seinna. Fór svo að spila í bílskúrsbandi um 1962 og þá voru það Shadows. Næstu árin frelsaðist maður af bítlunum og Rolling Stones. Svo komu Hendrix og Cream. Var að spila smátíma aðallega í Glaumbæog víðar á árunum 1965-1967 með Zero sem voru Þorsteinn Hauksson (tónskáld núna),Erni Blandon (presti) og Sigurði Ólafssyni (tæknifæðingi) . Síðan tók námið við, en ég hef verið spilandi allar götur síðan.. Um 1975-6 var ég með í þjóðlagatríóinu Þremill ásamt Alexöndru Kurigei (fjöllistamanni)og Sverri Guðjónssyni (kontatenór). Það var aðallega þjóðlög frá Jakútíu og svo frumsamin lög eftir mig eða Sverri. Því miður náðum við ekki að gefa út plötu, en upptökur eru til m.a. úr sjónvarpinu.'Á þessum árum voru það John McLaughlin og Billy Coban og James Taylor, sem maður spilaði í partíum, ásamt frumsömdum lögum. Eftir að ég fór til framhaldsnáms í geðlækningum til Noregs kynnist ég jazzmúsíköntum og var að grípa í spilerí þar. Tók upp 2 lög 1988. Og svo framvegis. En það var ekki fyrr en núna að hljómdiskur varð að veruleika.

Að hluta til vegna breyttra aðstæðna og aukins áræðis og persónulegra þarfa að vinna úr sorginni eftir makamissi með skapandi starfi og því að ég fór utan til starfa þá rættist þessi gamli draumur.

En tilviljun olli því að ég kynntist manni að nafni Torbjörn Carlsson í Åmåll í Svíþjóð. Hann er frábær gítarleikari   runnin upp frá svipuðum rótum og ég músíklega séð og hann á stúdíó-Memoriamusic. Fyrst tók ég upp akústískt albúm, sem var ætlað sem jólagjöf til vina og ættingja, en síðan ákváðum við að klára dæmið og gera þetta almennilega. Afurðin varð tvöfldur diskur annar á íslensku, en hinn á ensku, því diskurinn kemur líka út í Svíþjóð og kannske víðar. Torbjörn, sem sjálfur spilar allar tegundir músíkur, þekkti gamla jazzara og rokkara, sem spiluðu inn með okkur þessi 12 lög.

Við Torbjörn Carlsson gítaristi og upptökumaður gerðum mest varðandi útsetningar og   konsept plötunnar. Torbjörn spilar á rafgítara og 12 strengja gítar. Hið sænska komp band   er : Roger Karlsson piano, keyboards, Fredik Samuelsson bass og Jonathan Bryntessson percussion. Blásarar Magnus Brylund trombone, Johnny Lindström saxafon og Björn J:son Lindh á þverflautu. Jon Carlsson rafgítar í Vín/Drinks og Hrólfur Sæmundsson sonur minn söngur og bassi í Veginum/The Way.   Maud   Andersson og Elisabeth Pousi sáu um bakraddir. Sjálfur spila ég acoustic gítara,mandolin og munnhörpu og syng. Síðast en ekki síst útsetti Hrólfur lagið Vegurinn/The Way fyrir strengi og fékk frábæra listamenn úr Sifóníunni til að spila, þá   Zbignew Dubic 1stu fiðlu, Szymon Kuran 2.fiðla,Helga Kolbeinsdóttur violaa og Lovísu Fjeldsted á celló.

Öll lögin og textarnir eru eftir undirritaðan, nema Round Midnight, sem er gamall jazzstandard , textinn í Ástinni, sem er eftir Dag Sigurðarson (stílfærður og breyttur í þýðingunni á ensku) og svo Náðin eftir Bólu Hjálmar. Ég hef lagt áherslu á að textarnir séu einfaldir, en hafi frá einhverju að segja, sem skiptir máli um mannleg samskipti.